Viðskipti innlent

Gunnar Páll hættir sem stjórnarformaður

Gunnar Páll Pálsson, fyrrum formaður VR.
Gunnar Páll Pálsson, fyrrum formaður VR.
Stjórn VR hyggst skipta út fulltrúum sínum í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna vill að Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, taki við stjórnarformennsku af Gunnari Páli Pálssyni, fyrrum formanni VR. Mikil átök voru um æðstu stjórn VR sem endaði með því að Gunnar var felldur í formannskosningu í mars. Gunnar hefur áfram verið stjórnarformaður sjóðsins.

Ársfundur lífeyrissjóðsins fór fram í kvöld og samþykkti fundurinn tillögu stjórnar VR um breytingu á stjórninni. Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, sagði í samtali við fréttastofu í dag að eðlilegt væri eftir breytingar á stjórn og ásýnd VR að skipta um fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins.

Stefanía Magnúsdóttir og Ásta Rut Jónsdóttir koma nýjar inn í stjórnina. Tillagan gerir ráð fyrir að Ragnar Önundarson og Benedikt Vilhjálmsson sitji áfram í stjórninni. Kristinn sagði í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins að nú taki við ákveðið ferli og verður stjórn Fjármálaeftirlitsins til að mynda að samþykkja nýja stjórnarmenn.




Tengdar fréttir

Fjárfestingarstefna lífeyrissjóðs verslunarmanna í lagi

Engin athugasemd er gerð við vinnubrögð Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) varðandi fjárfestingarstefnu, innri og ytri endurskoðun eða tryggingafræðilegt uppgjör hans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá LV en reikningar sjóðsins eru endurskoðaðir af endurskoðunarfyrirtækinu Pricewaterhouse Coopers.

Vonast eftir átakalausum ársfundi

Kristinn Örn Jóhannesson, formaður VR, vonar að ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem fer fram á eftir verði átakalaus. Stjórn VR samþykkti tillögu þess efnis að gerð verði breyting á stjórn lífeyrissjóðsins.

Vill launaþak á stjórnendur Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Ragnar Þór Ingólfsson stjórnarmaður í VR mun leggja til við ársfund Lífeyrissjóðs Verslunarmanna sem haldinn er í kvöld að sett verði launaþak á æðstu stjórendur sjóðsins. Þá mun einnig koma fram tillaga um breytingar á stjórn sjóðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×