Skoðun

Meðan ríkið sefur

Jón Þór Ólafsson svarar grein Jónínu Michaelsdóttur skrifar
Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess.

Stofnendur Bandaríkjanna voru ekki á sama máli. Um vantraust þeirra á ríkisvaldinu verður ekki villst í orðum fyrsta forseta Bandaríkjanna George Washington: „Eins og eldur er ríkisstjórn hættulegur þjónn og hræðilegur herra.“ Fyrir þeim var nauðsynlegt fyrir öryggi frjáls ríkis að borgarar þess stofnuðu sjálfstæðar sveitir vopnaðra manna (militias) og þann rétt borgaranna bundu þeir í stjórnarskrána. Þar að auki hefur rétturinn til borgaralegrar handtöku lengi verið bundinn í lögum á Vesturlöndum og á Íslandi frá 1991. Svo réttlætingin fyrir því að borgararnir vakni og taki völdin í sínar hendur er vel greypt í réttlætisvitund og lög Vesturlanda.

Fyrri ríkisstjórnir sváfu á verðinum meðan bankamenn með aðstoð Seðlabankans spiluðu stærstu svikamyllu Íslandssögunnar. Núverandi ríkisstjórn sefur á meðan svikahrapparnir skjóta undan þjóðarauðinum.

Sagan hefur kennt okkur að þegar ríki sem áskilur sér einkaleyfi á ofbeldi sefur á meðan réttlætisvitund borgaranna er ítrekað misboðið þá vakna þeir og taka til sinna ráða. Ráðin sem borgararnir grípa til hafa alltaf reynst misvel til að ná fram réttlæti, en Íslendingar myndu ekki í dag skvetta rauðri málningu ef ríkið svæfi ekki á meðan svikahrappar skjóta undan þjóðarauðinum.

Höfundur er borgari.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×