Þrjú félög falla um stærðarflokk 24. júní 2009 01:00 Nasdaq OMX Iceland kauphöllin Eftir verðfall hlutabréfa síðustu misseri og hrun bankakerfisins falla engin félaga Kauphallarinnar í flokk stórra fyrirtækja. Einungis þrjú ná því að teljast meðalstór og restin eru lítil félög. Í endurflokkun félaga sem skráð eru í Nasdaq OMX Nordic kauphallirnar í byrjun vikunnar voru nítján félög færð niður um stærðarflokk. Þar á meðal eru íslensku hlutafélögin Bakkavör Group, Eimskipafélag Íslands og Icelandair Group. Þau voru í flokki meðalstórra félaga, en teljast nú til lítilla. Einungis tvö félög af nítján, sænsku félögin JM AB og PA Resources AB, fóru úr því að vera stór í að vera meðalstór, en Samkvæmt skilgreiningu kauphallasamstæðunnar þarf markaðsvirði skráðra félaga að vera einn milljarður evra hið minnsta til þess að þau geti talist stór (e. Large Cap). Lítil félög (Small Cap) eru þau sem eru undir 150 milljóna evra virði. Meðalstór félög (Mid Cap) eru svo þau sem eru þar á milli, yfir 150 milljónum evra, en undir milljarði. Þrjú félög á aðallista Kauphallarinnar hér ná því að vera yfir 150 milljónum evra að stærð, en það eru Össur, Marel Food Systems og Føroya banki. 79 félög á Nasdaq OMX Nordic halda hins vegar flokki sínum meðan á svonefndu breytingartímabili stendur, eða í tólf mánuði og verður þá lagt mat á það á ný hvort þau verði flutt um flokk. Þetta er gert til að lágmarka sveiflur á listanum. Þannig eru Eik Banki og Atlantic Petroleum enn skráð í flokk meðalstórra félaga, þótt markaðsvirði þeirra sé nú undir settum mörkum.- óká Markaðir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Eftir verðfall hlutabréfa síðustu misseri og hrun bankakerfisins falla engin félaga Kauphallarinnar í flokk stórra fyrirtækja. Einungis þrjú ná því að teljast meðalstór og restin eru lítil félög. Í endurflokkun félaga sem skráð eru í Nasdaq OMX Nordic kauphallirnar í byrjun vikunnar voru nítján félög færð niður um stærðarflokk. Þar á meðal eru íslensku hlutafélögin Bakkavör Group, Eimskipafélag Íslands og Icelandair Group. Þau voru í flokki meðalstórra félaga, en teljast nú til lítilla. Einungis tvö félög af nítján, sænsku félögin JM AB og PA Resources AB, fóru úr því að vera stór í að vera meðalstór, en Samkvæmt skilgreiningu kauphallasamstæðunnar þarf markaðsvirði skráðra félaga að vera einn milljarður evra hið minnsta til þess að þau geti talist stór (e. Large Cap). Lítil félög (Small Cap) eru þau sem eru undir 150 milljóna evra virði. Meðalstór félög (Mid Cap) eru svo þau sem eru þar á milli, yfir 150 milljónum evra, en undir milljarði. Þrjú félög á aðallista Kauphallarinnar hér ná því að vera yfir 150 milljónum evra að stærð, en það eru Össur, Marel Food Systems og Føroya banki. 79 félög á Nasdaq OMX Nordic halda hins vegar flokki sínum meðan á svonefndu breytingartímabili stendur, eða í tólf mánuði og verður þá lagt mat á það á ný hvort þau verði flutt um flokk. Þetta er gert til að lágmarka sveiflur á listanum. Þannig eru Eik Banki og Atlantic Petroleum enn skráð í flokk meðalstórra félaga, þótt markaðsvirði þeirra sé nú undir settum mörkum.- óká
Markaðir Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira