Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað um 0,84 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag og í Össuri 0,48 prósent.
Fimm viðskipti upp á þrjár milljónir króna standa á bak við hlutabréfaveltuna það sem af er dags.
Gamla Úrvalsvísitalan hefur þokast upp um 0,08 prósent og stendur í 260 stigum.