Körfubolti

Benedikt: Vörnin náði sér ekki á strik

Elvar Geir Magnússon skrifar
Benedikt Guðmundsson.
Benedikt Guðmundsson.

Kvennalið Hamars vann KR með tíu stiga mun í Vesturbænum í kvöld. Þetta var fyrsta tap KR á tímabilinu og er liðið úr leik í Subway-bikarnum en Hamar fer áfram í átta liða úrslit.

„Það er náttúrulega mikið svekkelsi að detta út úr bikarnum strax í fyrstu umferð. Vörnin náði sér aldrei almennilega á strik og hún hefur verið okkar aðalsmerki. Fyrir mér er það skýringin á þessu," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, eftir leik.

Hamar rúllaði yfir KR í upphafi fjórða leikhlutans og lagði þar grunninn að sigrinum. Benedikt virtist fáar skýringar hafa á því. „Ég veit eiginlega ekki hvað fór úrskeiðis en það var sitt lítið af hverju," sagði Benedikt.

„Það er búið að vera að blása okkur upp því við höfum verið að vinna sannfærandi. Það er bara nóg af öðrum góðum liðum sem ætla sér líka að vinna þetta."




Tengdar fréttir

Umfjöllun: Hamar fyrst liða til að leggja KR

Hamar frá Hveragerði komst í kvöld í átta liða úrslit Subway-bikarsins í kvennaflokki. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann virkilega sterkan tíu stiga sigur á KR í Vesturbænum, lokatölur urðu 64-74.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×