Ábending til fulltrúa hluthafa Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar 11. desember 2009 06:00 Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hulda Ragnheiður Árnadóttir Mest lesið Halldór 02.11.24 Halldór Baldursson Halldór Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að græða 33.400 fótboltavelli Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Sjá meira
Þegar uppgangur er í efnahagslífinu hættir stjórnum og stjórnendum fyrirtækja til að gleyma sér við stækkun og þenslu fyrirtækja og huga ekki nægilega að innra skipulagi. Áhættumat og innri ferlar í fyrirtækinu fá ekki nauðsynlega athygli og hagsmunir hluthafa eru ekki hafðir að leiðarljósi. Þegar þrengir að í samfélaginu koma afleiðingar af ófullnægjandi innra skipulagi í ljós. Fréttum af sviksemi og óheiðarleika rignir yfir landsmenn. Fyrirtæki voru einfaldlega ekki að sinna innra eftirliti nægilega vel og áhugi á vörnum gegn sviksemi var ekki nægilega mikill. Fram til þessa hafa stjórnendur og eigendur fyrirtækja ekki tryggt að mikilvægum eftirlitsþáttum sé sinnt með fullnægjandi hætti. Mikilvægt er að fulltrúar hluthafa átti sig á því að nú eru enn meiri líkur en nokkru sinni fyrr á því að starfsmenn og stjórnendur misnoti aðstöðu sína innan fyrirtækja og stofnana. Með yfirtöku bankanna á fjölmörgum fyrirtækjum hafa stjórnendur og starfsmenn fjarlægst hina raunverulegu eigendur. Með versnandi persónulegum aðstæðum, launalækkunum, reiði í garð stjórnvalda og fleiri samfélagslegum þáttum minnkar tryggð starfsmanna við fyrirtækin í landinu. Tími til að efla innra skipulag, innra eftirlit og innri endurskoðun er núna. Líkur eru á að sparnaður í innra eftirliti og endurskoðun á innra skipulagi komi fyrirtækjunum fyrr eða síðar í koll. Í kenningum um sviksemi í fyrirtækjum er „sviksemisþríhyrningurinn" vel þekktur. Hann samanstendur af þremur þáttum sem taldir eru þurfa að vera til staðar til að sviksemi eigi sér stað: Þrýstingur, réttlæting og tækifæri. • Þrýstingur skapast af persónulegum aðstæðum starfsmanna. Á einstaklingurinn við fjárhagsvanda að stríða? Eru veikindi eða önnur utanaðkomandi áföll að íþyngja starfsmanninum eða nánustu fjölskyldu hans? • Réttlæting starfsmanns fyrir svikseminni byggir á hans viðhorfum til fyrirtækisins, stöðu hans innan þess og siðferðiskennd viðkomandi starfsmanns. Finnst honum hann eiga inni hjá fyrirtækinu vegna þess að launin séu hvort eð er of lág? Hefur hann aðstöðu til að fá „lánaða" peninga eða vörur sem síðan dregst að skila og verður á endanum ómögulegt að skila til baka? • Tækifærin eru á valdi stjórnenda í fyrirtækinu. Hvaða aðgerðir eru innan fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að starfsmaður hafi tækifæri til að viðhafa sviksemi? Hvernig tryggir stjórn fyrirtækisins hagsmuni hluthafa? Hlutverk þeirra sem fara með umboð hluthafa í fyrirtækinu er að útiloka að tækifæri til sviksemi séu fyrir hendi innan fyrirtækisins. Þó að starfsmanninn vanti peninga og telji sig eiga þá skilið, er útilokað að honum takist að komast yfir þá ef innra eftirlit er fullnægjandi. Til að útrýma tækifærum til sviksemi þarf að skilgreina áhættur í starfseminni með formlegum hætti. Áhættugreining er grundvallaratriði til að hægt sé að koma á skilvirku innra eftirliti. Til að hagsmunir hluthafa séu tryggðir þurfa óháðir aðilar að meta hvort innra eftirlit og aðgreining starfa við bókhald sé fullnægjandi. Einnig getur innri endurskoðun tekið til fjölda annarra þátta í starfseminni eins og fylgni við lög og reglur, áreiðanleika upplýsingakerfa og starfsmannahald. Stjórnarmenn ættu að athuga að nú er tími nýrra viðhorfa og raunverulegra aðgerða. Í lögum um hlutafélög segir að stjórn skuli sjá til þess að nægilegt eftirlit sé haft með bókhaldi og meðferð fjármuna félagsins. Stjórn þarf jafnframt að vera þess fullviss að upplýsingar sem unnið er með á borði stjórnar séu réttar og að starfsemi fyrirtækisins í samræmi við samþykktir stjórnar. Það er full ástæða til að hvetja alla stjórnarmenn og fulltrúa hluthafa til að kynna sér mikilvægi innri endurskoðunar og ganga úr skugga um að þeir séu tilbúnir til að axla þá ábyrgð sem þeim hefur verið falin sem fulltrúum hluthafa fyrirtækja og félaga. Höfundur er Msc. í alþjóðabankastarfsemi og fjármálum og starfar við innri endurskoðun hjá Rýni ehf.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar