Enski boltinn

Gibbs ristarbrotinn - fer í aðgerð í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kieran Gibbs í leik með Arsenal.
Kieran Gibbs í leik með Arsenal. Nordic Photos / AFP

Kieran Gibbs ristarbrotnaði í leik Arsenal og Standard Liege í Meistaradeild Evrópu í gær og mun fara í aðgerð í dag.

Gibbs meiddist þegar hann var tæklaður af Eliaquium Mangala í leiknum í gær. Arsene Wenger gagnrýndi Mangala eftir leikinn.

„Þetta var mjög ljót tækling hjá leikmanni númer 22 og þetta var hans ekki fyrsta tilraun í leiknum. Útlitið er ekki bjart hjá Gibbs," sagði hann.

Gibbs var nýbúinn að jafna sig á öðrum meiðslum og er nú útlit fyrir að hann verði aftur frá í lengri tíma.

Fleiri varnarmenn Arsenal eiga við meiðsli að stríða en Gael Clichy er enn frá vegna meiðsla og þá haltraði William Gallas meiddur af velli í gær.

Wenger sagði þó líklegt að Gallas yrði orðinn klár í slaginn fyrir leik Arsenal gegn Chelsea um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×