Fótbolti

Kaká: Capello verður að nota Beckham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kaká og Becks saman í leik með Milan í fyrra.
Kaká og Becks saman í leik með Milan í fyrra.

Brasilíumaðurinn Kaká segir að Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, verði að nota David Beckham á HM næsta sumar.

Kaká þekkir vel til Beckham eftir að hafa spilað með honum hjá AC Milan síðasta vetur.

„David Beckham er einn gáfaðasti leikmaður sem ég hef spilað með. Ég var ánægður að heyra að hann ætlaði aftur til Milan, jafnvel þó svo ég sé ekki lengur þar," sagði Kaká við blaðamenn eftir leikinn gegn Englendingum.

„Beckham verður í frábæru standi næsta sumar eftir að hafa spilað með Milan og það mun hjálpa Englendingum mikið að hafa hann í sínum hópi. Þess vegna verður Capello að taka hann með á HM. Það er enginn annar í enska hópnum sem hefur sömu reynslu og gæði og Beckham."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×