Handbolti

Tap hjá Hannesi og félögum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson.

Hannes Jón Jónsson og félagar í þýska úrvalsdeildarliðinu Hannover Burgdorf töpuðu fyrir Wetzlar, 29-21, í dag.

Hannes Jón var markahæstur í liði Hannover og skoraði sex mörk, þar af eitt úr víti.

Robertas Pauzuolis, fyrrum Haukamaður, og Andrius Stelmokas, fyrrum KA-maður, skoruðu báðir tvö mörk fyrir Hannover.

Hannover-liðið er í sextánda sæti deildarinnar.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×