Enski boltinn

Peterborough staðfestir loks brottrekstur Ferguson

Ómar Þorgeirsson skrifar
Darren Ferguson.
Darren Ferguson. Nordic photos/AFP

Enska b-deildarfélagið Peterborough hefur loks staðfest fregnir enskra fjölmiðla frá því í gær um að knattspyrnustjórinn Darren Ferguson hefur verið rekinn frá félaginu.

Darren er sem kunnugt er sonur knattspyrnustjórans farsæla Sir Alex Ferguson hjá Manchester United.

Ferguson yngri var rekinn eftir afleitt gengi Peterborough í ensku b-deildinni en félagið er sem stendur í botnsæti deildarinnar með 11 stig eftir 16 leiki.

Ferguson hjálpaði Peterborough aftur á móti tvisvar til þess að vinna sig upp um deild á þriggja ára starfsferli sínum á London Road.

„Peterborough vill þakka Darren fyrir frábært starf í þágu félagsins og óskar honum og fjölskyldu hans velfarnaðar í framtíðinni," segir í tilkynningur frá Peterborough í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×