Handbolti

Einar: Ætlum að berjast um titilinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Einar Jónsson, þjálfari Fram.
Einar Jónsson, þjálfari Fram. Mynd/Vilhelm
Einar Jónsson var hæstánægður með sigur Fram á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni N1-deildar kvenna í dag.

Fram vann leikinn, 32-30, á heimavelli deildarmeistara Hauka. Þessi lið eigast einnig við í úrslitakeppni N1-deildar karla og þar unnu Framarar einnig sigur á Haukum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum.

„Þetta kom mér ekki á óvart," sagði Einar, þjálfari Fram. „Ég veit vel hvað liðið getur og hef fulla trú á því. Við ætlum okkur að berjast um titilinn og markmið okkar hefur alltaf verið að komast í sjálf úrslitin."

Fram fór illa á lokasprettinum í N1-deild kvenna í fyrra og lét titilinn úr greipum sér renna. „Við erum búnar að vera að hugsa um þetta frá því að mótinu lauk í fyrra. Við ætlum okkur bara að vinna þetta núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×