Enski boltinn

Mancini borðaði jólasteikina í kirkju

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn nýráðni stjóri Man. City, Roberto Mancini, er afar trúaður maður og hann leitaði á náðir kirkjunnar á jóladagskvöld.

Hann var einn á Englandi þar sem fjölskylda hans var ekki kominn frá Ítalíu. Hann fór því í nálæga kirkju og fékk að borða með prestunum.

Hann sótti síðan messu þar sem hann söng jólalög áður en hann gaf eiginhandaráritanir í lokin.

Þá hafði séra Paddy McMahon upplýst um veru Mancini í kirkjunni en þess má geta að McMahon er stuðningsmaður Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×