Sjælsö Gruppen með góða sölu í Noregi upp á 3,5 milljarða 29. júní 2009 08:03 Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr. Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Danska fasteignafélagið Sjæsö Gruppen hefur selt þrjá verslunarkjarna í Noregi í gegnum dótturfélag sitt þar. Alls fengust 175 milljónir norskra kr. fyrir eignirnar eða rétt tæpir 3,5 milljarðar kr., og kalla danskir fjölmiðlar þetta góða sölu hjá Sjælsö. Björgólfur Thor Björgólfson á 30% í Sjælsö Gruppen ásamt bræðrunum Torben og Ib Rönje í gegnum félagið SG Nord Holding. Flemming Joseph Jensen forstjóri Sjælsö Gruppen er ánægður með viðskiptin. Hann segir í samtali við RB-Börsen að það séu jákvæð teikn þegar fjársterkir fjárfestar komi fram á heimamarkaði sínum í þeim löndum sem Sjælsö starfar í. „Við lítum svo á að þeirri leiðréttingu sem við höfum séð á fasteignamarkaðinum sé lokið," segir Jensen Jensen bendir á að þótt verðin sem fengust fyrir þessar fasteignir Sjælsö nú séu mun lægri en fengist hefðu fyrir 1-2 árum síðan hefur byggingarkostnaður lækkað á móti. Hinsvegar sé mismunurinn mun minni en í gósentíðinni fyrir tveimur árum. Samkvæmt tilkynningu frá Sjælsö til kauphallarinnar um þessa sölu eru verslunarkjarnarnir staðsettir í Gjövik, Porsgrunn og Moss. Tveir þeirra eru enn í byggingu og verða borgaðir eftir því sem verkinu miðaðar. Sá þriðji var þegar í notkun og því borgaður strax. Stærð þessara fasteigna er samtals 13.500 fm. Í tilkynningunni segir að Sjælsö standi við fyrri væntingar um hagnað af rekstrinum á þessu ári, þ.e. fyrir skatta, fjármagnsliði og afskriftir. Sjælsö Gruppen skilaði 205 milljónum danskra kr. hagnaði fyrir skatt á síðasta ári eða um 4,8 milljörðum kr.
Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira