Þær Serena og Venus Williams komust í dag áfram í fjórðungsúrslit í einliðaleik kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis.
Venus var ekki í miklum vandræðum með Önu Ivanovic frá Serbíu sem varð að hætta þegar hún var 1-0 yfir í öðru setti vegna meiðsla. Venus vann fyrsta settið, 6-1.
Serena vann sömuleiðis nokkuð auðveldan sigur á Danielu Hantuchovu frá Slóvakíu, 6-3 og 6-1.
Fimm viðureignum af átta er þegar lokið í 16-manna úrslitum einliðaleiks kvenna. Elena Dementieva vann löndu sína frá Rússlandi, Elenu Vesninu, 6-1 og 6-3.
Þá vann Victoria Azarenka frá Hvíta-Rússlandi sigur á Nadiu Petrovu frá Rússlandi, 7-6, 2-6 og 6-3 en hún mætir Serenu í fjórðungsúrslitunum.
Venus mætir Agneszku Radwanska frá Póllandi en hún vann sigur á Melanie Oudin frá Bandaríkjunum í 16-manna úrslitunum, 6-4 og 7-5.