Almannavörnum tilkynnt um landris í Krýsuvík Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2009 18:41 Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landris mælist nú við Kleifarvatn og er talið að kvika geti verið að byggja upp þrýsting á litlu dýpi í eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Jarðvísindamenn hafa upplýst Almannavarnir og lögregluyfirvöld um stöðuna og mælt með því að sérstök aðgæsla verði höfð með svæðinu vegna hættu á lífshættulegum gufusprengingum.Samfara aukinni jarðskjálftavirkni hefur land við Krýsuvík verið að rísa í um það bil eitt ár. Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir að landris mælist nú um þrír sentímetrar á svæði sem er nokkrir kílómetrar í þvermál. Miðjan er í miðju eldstöðvakerfi Krýsuvíkur, skammt frá jarðhitasvæðinu sem ferðamenn heimsækja við suðurenda Kleifarvatns.Freysteinn telur landrisið stafa af þrýstiaukningu í jarðskorpunni á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Tvennt geti skýrt þetta; hægfara innstreymi kviku undir Krýsuvík eða breyting í jarðhitakerfinu, sem af einhverjum orsökum byggi upp þrýsting þar.Vísindamenn hafa tilkynnt Almannavörnum um þróun mála og hafa lögregluyfirvöld á svæðinu einnig verið upplýst um atburðarásina. Á þessu stigi ráðleggur Freysteinn þó eingöngu að fylgst verði enn betur með svæðinu en hann telur ekki líkur á eldgosi. Ef þetta séu kvikuhreyfingar séu þær hægfara kvikuinnskot.Freysteinn rifjar hins vegar upp atburð sem varð í Krýsuvík fyrir tíu árum þegar geysiöflug gufusprenging varð við hverasvæðið í Krýsuvík. Þá hafi verið mikil mildi að fólk var ekki nærri. Hann mælir með aðgæslu en telur ekki ástæðu til að banna umferð um svæðið.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira