Handbolti

N1-deild karla: Stjörnusigur í kaflaskiptum leik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Vilhjálmur Halldórsson átti fínan leik fyrir Stjörnuna gegn Fram í kvöld.
Vilhjálmur Halldórsson átti fínan leik fyrir Stjörnuna gegn Fram í kvöld.

Stjörnumenn eru komnir á blað í N1-deild karla eftir 28-25 sigur gegn Frömurum í Mýrinni í kvöld. Framarar sitja eftir án stiga eftir tvo leiki.

Jafnræði var með liðunum framan af leik en í stöðunni 8-9 fyrir Fram skoraði Stjarnan níu mörk í röð og breytti stöðunni í 17-9. Staðan í hálfleik var 18-12 heimamönnum í vil.

Í síðari hálfleik náðu Framarar að minnka forskot Stjörnunnar jafnt og þétt og Stjörnumenn virkuðu hálf stressaðir í öllum aðgerðum sínum. Þegar um fimm mínútur voru eftir var munurinn kominn niður í tvö mörk, 24-22.

Lokamínúturnar voru æsispennandi og Framarar minnkuðu muninn í tvígang niður í eitt mark en segja má að Vilhjálmur Halldórsson hafi gulltryggt sigurinn þegar hann kom Stjörnunni yfir 27-25 þegar hálf mínúta var eftir. Framarar misstu svo boltann eftir það þegar Roland Valur Eradze varði og Stjörnumenn bættu við marki og lokatölur því 28-25.

Tölfræðin:

Stjarnan-Fram 28-25 (18-12)

Mörk Stjörnunnar (skot): Daníel Einarsson 6 (7), Sverrir Eyjólfsson 5 (5), Vilhjálmur Halldórsson 5 (9), Kristján Svan Kristjánsson 4 (9), Þórólfur Nielsen 3 (4), Jón Arnar Jónsson 3 (8), Eyþór Magnússon 2 (5) Roland Valur Eradze 0 (1)

Varin skot: Roland Valur Eradze 17/1 (25/4, 40%)

Hraðaupphlaup: 6 (Daníel 5, Kristján Svan)

Fiskuð víti: 0

Utan vallar 10 mínútur

Mörk Fram (skot): Haraldur Þorvarðarson 8 (10), Magnús Stefánsson 7 (14), Andri Stefan Haraldsson 4 (6/1), Halldór Jóhann Sigfússon 4/4 (8/6), Stefán Baldvin Stefánsson 1 (3), Arnar Birkir Hálfdánarson 1 (5)

Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 2 (9, 18%), Zoltan Majeri 3 (14, 18%), Sigurður Örm Anarson 4 (9, 31%)

Hraðaupphlaup: 3 (Haraldur 2, Arnar Birkir)

Fiskuð víti: 7 (Haraldur 4, Magnús 3)

Utan vallar 4 mínútur



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×