Fótbolti

Skoraði þrennu á níu mínútum og bætti markamet Henke

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kris Boyd hefur fagnað mörgum mörkum í skosku úrvalsdeildinni.
Kris Boyd hefur fagnað mörgum mörkum í skosku úrvalsdeildinni. Nordic Photos / Getty Images

Kris Boyd varð í kvöld markahæsti leikmaðurinn í sögu skosku úrvalsdeildarinnar er hann skoraði fimm mörk í 7-1 sigri Rangers á Dundee United.

Boyd hefur nú alls skorað 160 úrvalsdeildarmörk á ferlinum og bætti þar með met Svíans Henke Larsson sem skoraði 158 mörk á ferli sínum með Celtic.

Boyd lék með Kilmarnock frá 2001 til 2006 en gekk þá til liðs við Rangers.

Hann skoraði þrennu á aðeins níu mínútum í kvöld en aðeins Mark Viduka hefur skorað þrennu á skemmri tíma í deildinni. Það var í 5-1 sigri Celtic á Kilmarnock árið 2000 en þá þurfti hann aðeins fimm mínútur til að skora mörkin þrjú.

Þetta er þó í annað sinn sem Boyd skorar fimm mörk í einum og sama leiknum en það gerði hann þegar Kilmarnock vann einmitt Dundee United 5-2 árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×