Ítalskir fjölmiðlar eru uppfullir af sögusögnum um að Ítalíumeistarar Inter séu á eftir makedónska landsliðsframherjanum Goran Pandev hjá Lazio.
Pandev á í harðvítugum deilum við forseta Lazio og fastlega er búist við því að hann fari frá félaginu í janúar.
„Pandev er nafn sem ég les hvað eftir annað í tengslum við okkur í dagblöðunum en til þessa höfum við ekkert talað við Lazio. Pandev er samt frábær leikmaður sem ég myndi glaður mæta á völlinn til þess að horfa á," segir Moratti í viðtali á opinberri heimasíðu Inter.