Umfjöllun: Haukasigur á lánlausum Frömurum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. október 2009 21:18 Sigurbergur Sveinsson var öflugur í kvöld. Mynd/Anton Haukar sáu til þess að Fram er enn án stiga í N1-deild karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Haukar unnu Fram í Safamýrinni, 34-32. Framarar náðu að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik en Haukar reyndust sterkari á lokakaflanum eftir æsispennandi lokamínútur. Bæði lið tóku þátt í Evrópukeppninni um síðustu helgi og bar byrjun leiksins þess merki. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð tilviljunarkenndur og talsvert vantaði upp á markvörslu og varnarleik. En eftir að hafa hrist af sér slenið var allt annað að sjá til liðanna í sókninni. Sér í lagi voru Haukar atkvæðamiklir og náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Forystan var þó aldrei meiri en fjögur mörk eftir að Haukar náðu að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Staðan var þá 19-15. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri lauk. Leikurinn var mjög hraður og sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Varnarleikur liðanna var ekki glæsilegur og bæði lið færðu sér það í nyt. Markvarslan hafði þar að auki ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en skyndilega tók Magnús Erlendsson, einn þriggja markvarða Fram í leiknum, til sinna mála og varði nokku afar mikilvæg skot. Framarar höfðu brúað bilið jafnt og þétt eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og markvarsla Magnúsar gerði þeim kleift að byggja upp forystu. Á þessum tíma gekk hvorki né rak í sóknarleik Hauka. Það var aðeins Stefáni Rafni Sigurmannssyni að þakka að Framarar stungu ekki endanlega af en hann var eini Haukamaðurinn sem skoraði á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Síðasti stundarfjórðungurinn í leiknum var æsispennandi og stórskemmtilegur. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 29-26 forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu forystunni í nokkrar mínútur enn og útlitið var bjart. En þá fór Birkir Ívar Guðmundsson að verja í marki Haukanna og Sigurbergur Sveinsson tók af skarið í sókninni. Hann skoraði þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Stefán Rafn skoraði næstu tvö en Framarar héldu þó frumkvæðinu og voru yfir, 32-31, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Framarar náðu hins vegar aðeins einu skoti að marki Haukanna eftir þetta. Sóknarmistök og -brot gerðu það að verkum að Haukar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu góðum sigri. Sjö mínútum fyrir leikslok fór Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, augljóslega í andlit Sigurbergs Sveinssonar þegar sá síðarnefndi var að koma sér í skotstöðu. Um augljóst rautt spjald var að ræða en einhverra hluta vegna ákváðu dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, að dæma ekki neitt. Þeir áttu þess fyrir utan ágætan leik.Fram - Haukar 32 - 34Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 8 (15), Andri Berg Haraldsson 7 (14/1), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Arnar Birkir Hálfdánarson 5/2 (6/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Hákon Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (3/1).Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (37/3, 38%), Sigurður Örn Arnarson 3 (13/2, 23%), Zoltan Majeri 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 6 (Haraldur 3, Arnar Birkir 2, Stefán Baldvin 1).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Magnús 1, Stefán Baldvin 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (16/3), Stefán Sigurmannsson 5 (6), Freyr Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 3/3 (3/3), Elías Már Halldórsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (2), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Jónatan Jónsson (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (28/2, 25%), Aron Rafn Edvardsson 4 (15, 27%).Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Elías Már 2, Sigurbergur 1, Stefán 1, Björgvin 1).Fiskuð víti: 6 (Pétur 3, Tjörvi 1, Freyr 1, Sigurbergur 1).Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57 Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22 Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Haukar sáu til þess að Fram er enn án stiga í N1-deild karla eftir fyrstu þrjár umferðirnar. Haukar unnu Fram í Safamýrinni, 34-32. Framarar náðu að snúa leiknum sér í hag í síðari hálfleik en Haukar reyndust sterkari á lokakaflanum eftir æsispennandi lokamínútur. Bæði lið tóku þátt í Evrópukeppninni um síðustu helgi og bar byrjun leiksins þess merki. Sóknarleikur beggja liða var nokkuð tilviljunarkenndur og talsvert vantaði upp á markvörslu og varnarleik. En eftir að hafa hrist af sér slenið var allt annað að sjá til liðanna í sókninni. Sér í lagi voru Haukar atkvæðamiklir og náðu fljótlega undirtökunum í leiknum. Forystan var þó aldrei meiri en fjögur mörk eftir að Haukar náðu að skora á lokasekúndu fyrri hálfleiks. Staðan var þá 19-15. Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri lauk. Leikurinn var mjög hraður og sóknarleikurinn í fyrirrúmi. Varnarleikur liðanna var ekki glæsilegur og bæði lið færðu sér það í nyt. Markvarslan hafði þar að auki ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir en skyndilega tók Magnús Erlendsson, einn þriggja markvarða Fram í leiknum, til sinna mála og varði nokku afar mikilvæg skot. Framarar höfðu brúað bilið jafnt og þétt eftir því sem leið á síðari hálfleikinn og markvarsla Magnúsar gerði þeim kleift að byggja upp forystu. Á þessum tíma gekk hvorki né rak í sóknarleik Hauka. Það var aðeins Stefáni Rafni Sigurmannssyni að þakka að Framarar stungu ekki endanlega af en hann var eini Haukamaðurinn sem skoraði á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik. Síðasti stundarfjórðungurinn í leiknum var æsispennandi og stórskemmtilegur. Framarar skoruðu þrjú mörk í röð og komust í 29-26 forystu þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka. Þeir héldu forystunni í nokkrar mínútur enn og útlitið var bjart. En þá fór Birkir Ívar Guðmundsson að verja í marki Haukanna og Sigurbergur Sveinsson tók af skarið í sókninni. Hann skoraði þrjú í röð og minnkaði muninn í eitt mark, 30-29. Stefán Rafn skoraði næstu tvö en Framarar héldu þó frumkvæðinu og voru yfir, 32-31, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Framarar náðu hins vegar aðeins einu skoti að marki Haukanna eftir þetta. Sóknarmistök og -brot gerðu það að verkum að Haukar skoruðu síðustu þrjú mörk leiksins og fögnuðu góðum sigri. Sjö mínútum fyrir leikslok fór Andri Berg Haraldsson, leikmaður Fram, augljóslega í andlit Sigurbergs Sveinssonar þegar sá síðarnefndi var að koma sér í skotstöðu. Um augljóst rautt spjald var að ræða en einhverra hluta vegna ákváðu dómarar leiksins, Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, að dæma ekki neitt. Þeir áttu þess fyrir utan ágætan leik.Fram - Haukar 32 - 34Mörk Fram (skot): Magnús Stefánsson 8 (15), Andri Berg Haraldsson 7 (14/1), Haraldur Þorvarðarson 6 (7), Arnar Birkir Hálfdánarson 5/2 (6/2), Stefán Baldvin Stefánsson 4 (5), Hákon Stefánsson 2 (3), Halldór Jóhann Sigfússon (3/1).Varin skot: Magnús Erlendsson 14/1 (37/3, 38%), Sigurður Örn Arnarson 3 (13/2, 23%), Zoltan Majeri 0 (1/1).Hraðaupphlaup: 6 (Haraldur 3, Arnar Birkir 2, Stefán Baldvin 1).Fiskuð víti: 4 (Haraldur 2, Magnús 1, Stefán Baldvin 1).Utan vallar: 10 mínútur.Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 10/2 (16/3), Stefán Sigurmannsson 5 (6), Freyr Brynjarsson 4 (5), Björgvin Hólmgeirsson 4 (9), Guðmundur Árni Ólafsson 3/3 (3/3), Elías Már Halldórsson 3 (6), Pétur Pálsson 2 (2), Einar Örn Jónsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (1), Jónatan Jónsson (1).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 7 (28/2, 25%), Aron Rafn Edvardsson 4 (15, 27%).Hraðaupphlaup: 7 (Freyr 2, Elías Már 2, Sigurbergur 1, Stefán 1, Björgvin 1).Fiskuð víti: 6 (Pétur 3, Tjörvi 1, Freyr 1, Sigurbergur 1).Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57 Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22 Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11 Mest lesið Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Aron: Stefán Rafn með frábæra innkomu Aron Kristjánsson lofaði hinn unga Stefán Rafn Sigurmannsson eftir sigur Hauka á Fram í N1-deild karla í kvöld. 22. október 2009 21:57
Björgvin: Sýndum góðan karakter Haukamaðurinn Björgvin Hólmgeirsson sagði sigurinn á Fram í kvöld sérstaklega sætan. Björgvin skoraði fjögur mörk fyrir Hauka sem vann Fram, 34-32. 22. október 2009 22:22
Magnús: Grátlegt að horfa upp á þetta Framarinn Magnús Stefánsson var vitanlega ekki ánægður með tap sinna manna fyrir Haukum í kvöld. 22. október 2009 22:11