Ákært fyrir vændi og mansal í fyrsta skipti 8. október 2009 06:00 Vændi á hverfisgötu Catalinu er meðal annars gefið að sök að hafa gert út nokkrar vændiskonur úr þessu húsi við Hverfisgötu – steinsnar frá lögreglustöðinni.Fréttablaðið/gva Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, íslensk kona ættuð frá Miðbaugs-Gíneu, hefur verið ákærð fyrir mansal og vændisstarfsemi. Henni er meðal annars gefið að sök að hafa blekkt unga konu til landsins og haldið henni hér í kynlífsánauð. Aldrei áður hefur verið ákært í mansals- eða vændismáli á Íslandi. Ákæran á hendur Catalinu, sem er 31 árs, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness dag. Finnur Bergmannsson, 43 ára, er ákærður fyrir hlutdeild í brotunum. Ákæran á hendur Catalinu er í tveimur liðum. Í þeim fyrri er hún sökuð um mansal, hótanir og ólögmæta nauðung. Þar er hún sögð hafa blekkt 26 ára konu frá Miðbaugs-Gíneu til landsins í júní í fyrra undir því yfirskyni að hún kæmi hingað í frí. Hún hafi síðan hýst hana á tveimur stöðum í Hafnarfirði þar sem hún neyddi hana til að stunda vændi með því að hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum. Hún hafi jafnframt svipt fórnarlamb sitt fatnaði og skilríkjum til að hafa á henni tangarhald. Í öðrum lið ákærunnar er hún sökuð um að hafa haft viðurværi sitt af vændi konunnar, tveggja annarra nafngreindra kvenna, sem báðar eru ættaðar frá Miðbaugs-Gíneu, „og fleiri ónafngreindra kvenna“, eins og það er orðað í ákæru. Vændisstarfsemi þessi er sögð hafa átt sér stað árin 2008 til 2009. Segir í ákærunni að Catalina hafi haft milligöngu um að fjöldi manna hefði samræði eða önnur kynferðismök við konurnar. Þeir þurftu að greiða 20 til 25 þúsund krónur fyrir. Hún leigði íbúðarhúsnæði á fjórum stöðum í höfuðborginni undir starfsemina, tvær íbúðir í Hafnarfirði og tvær í Reykjavík. Þriðji liður ákærunnar snýr að þætti Finns Bergmannssonar. Finnur er ákærður fyrir að uppfæra auglýsingar um vændið á vefsíðum og taka myndir af konunum gegn greiðslum frá Catalinu. Finnur rekur hugbúnaðarþjónustu og selur bókhaldsforrit. Konurnar þrjár sem stigið hafa fram í málinu og eru nafngreindar í ákæru fara allar fram á 800 þúsund krónur í miskabætur frá Catalinu.stigur@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Vændi Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira