Innlent

Fundi ítrekað frestað á Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hlé hefur verið gert á þingfundi í kvöld vegna umræðna um gögn í málinu. Mynd/ Anton.
Hlé hefur verið gert á þingfundi í kvöld vegna umræðna um gögn í málinu. Mynd/ Anton.
Þingfundi hefur ítrekað verið frestað á Alþingi í kvöld vegna fundar sem boðað var til í fjárlaganefnd. Ástæðan fyrir fundinum í fjárlaganefnd, sem var ekki á dagskrá Alþingis, er sú að þar takast menn á um hvort aflétta eigi trúnaði af frekari gögnum í málinu.

Samkvæmt upplýsingum Vísis er um að ræða gögn frá samningaviðræðunum sem fram fóru síðastliðið vor. Þessi umræddu gögn hafa ekki komið fyrir sjónir almennings áður.

Fundur átti að hefjast að nýju klukkan hálfníu en þá tilkynnti forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, að fundi yrði frestað áfram til klukkan tíu mínútur í níu. Klukkan tíu mínútur í níu tilkynnti Ásta Ragnheiður svo að fundi yrði aftur frestað um hálftíma, eða þangað til 20 mínútur yfir níu.

Til stóð að ljúka þriðju umræðu um Icesave í kvöld og greiða atkvæði um frumvarpið á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×