Viðskipti innlent

Höfðu ekki áhuga á SPRON

janus pedersen Forstjóri Føroya Banka, hér fremstur, segir framtíðarvöxtinn liggja í Skandinavíu.  Markaðurinn/ANTON
janus pedersen Forstjóri Føroya Banka, hér fremstur, segir framtíðarvöxtinn liggja í Skandinavíu. Markaðurinn/ANTON

„Við skoðuðum SPRON en höfðum ekki áhuga á að kaupa netbanka og húsgögn," segir Janus Pedersen, forstjóri Føroya Banka. Hann segir fréttaflutning af meintum áhuga bankans á SPRON byggðan á veikum grunni.

Pedersen, sem í gær kynnti starfsemi bankans á fjárfestadegi færeysku félaganna í Kauphöllinni, segir Føroya Banka hafa kannað kostina við kaup á SPRON skömmu eftir að Fjármálaeftirlitið tók starfsemi hans yfir seint í mars síðastliðnum. „Þegar í ljós kom að innlán höfðu verið færð til Nýja-Kaupþings var lítið eftir. Við höfðum ekki áhuga á því," segir Pedersen.

Føroya Banki hefur frekari tilraunir til landnáms hér ekki á dagskrá á næstunni. Frekar verði horft til Danmerkur - bankinn er með útibú í Kaupmannahöfn - og Noregs. Ástæðuna segir Pedersen þá að hlutur sjávarútvegs vegi þar þungt líkt og í Færeyjum og liggi innan sérhæfingar bankans. Ekki er horft til fleiri Evrópulanda, að hans sögn. - jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×