Grænlenska námufélagið NunaMinerals hefur framlengt samstarfssamning sín um við Rio Tinto Mining and Exploration sem er eitt af dótturfélögum Rio Tinto. Rio Tinto er eitt stærsta námufélags heimsins en það á m.a. álverið í Straumsvík.
Í tilkynningu um málið segir Ole Christiansen forstjóri NunaMinerals að samningurinn sameini staðarþekkingu NunaMInerals og reynslu Rio Tinto. Þar með skapist aukinn kraftur við að nýta eitt af síðustu ókönnuðu svæðum heimsins.
Christiansen segir ennfremur að samningurinn muni ná yfir nokkur samstarfsverkefni í námuvinnslu í framtíðinni.
NunaMinerals fann nýlega vel vinnanlegt gullmagn á tvemur nýjum leitarsvæðum á Grænlandi, að er á Niagornaasuk- og Qoorormiutsvæðunum á suðurhluta Grænlands. Félagið rekur þegar eina gullnámu á Grænlandi og hefur unnið að því að koma platíníum-vinnslu í gang undanfarna mánuði.