Viðskipti innlent

Smáralind vantar 5,3 milljarða

Rekstur Smáralindar er traustur, segir framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags verslunarmiðstöðvarinnar.
Rekstur Smáralindar er traustur, segir framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags verslunarmiðstöðvarinnar.
„Reksturinn er traustur og við höfum gert mikið til að styðja við bakið á verslunum hér," segir Helgi M. Magnússon, framkvæmdastjóri eignarhaldsfélags Smáralindar.

Í uppgjöri félagsins er tekið fram að það uppfylli ekki kröfur lánasamninga um rekstrarhlutföll sem veiti lánardrottnum heimild til gjaldfellingar lána. Helgi segir breytingu hlutfallanna mjög litla og skrifast nær alfarið á fall krónunnar. Viðræður um endurfjármögnun vegna rúmlega 5,3 milljarða króna skuldabréfa á gjalddaga í september gangi vel þótt þeim sé ekki lokið. Endurfjármögnunin er óháð stöðu félagsins, enda ákveðin fyrir fimm árum þegar lánasamningurinn var gerður, að sögn Helga. Félagið tapaði 4,3 milljörðum króna 2008 samanborið við 155,5 milljóna hagnað 2007.

Eigið fé nam 2.145 milljónum króna í lok síðasta árs samanborið við 6.450 milljónir króna ári fyrr þrátt fyrir að tekjur hafi aukist um rúmt prósent milli ára. Eiginfjárhlutfallið stóð í um 32 prósentum í árslok.

Mest munar um verðmatsbreytingu sem skilaði neikvæðri afkomu upp á tvo milljarða króna samanborið við 119 milljónir ári fyrr og gengishrun krónunnar sem jók verulega skuldastöðu félagsins í erlendri mynt. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×