Fótbolti

Zico hættur hjá CSKA Moskva - Ramos tekinn við

Ómar Þorgeirsson skrifar
Juande Ramos.
Juande Ramos. Nordic photos/AFP

Rússneska félagið CSKA Moskva staðfesti í dag um stjóraskipti hjá félaginu Þegar Brasilíumaðurinn Zico hætti og Spánverjinn Juande Ramos kom í hans stað.

CSKA Moskva er sem stendur í fjórða sæti í rússnesku deildinni, tíu stigum á eftir toppliði Rubin Kazan, en tvö efstu sæti deildarinnar veita þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Ramos gerði góða hluti með Sevilla á Spáni á sínum tíma en félagið vann fimm bikara á tveimur tímabilum undir hans stjórn, þar á meðal UEFA-bikarinn tvö ár í röð.

Ramos náði aftur á móti ekki að finna sig í ensku úrvalsdeildinni með Tottenham og var rekinn eftir aðeins eitt ár í starfi hjá Lundúnafélaginu.

Þaðan lá leiðin til Real Madrid þar sem hann skrifaði undir sex mánaða samning sem kláraðist í lok síðasta keppnistímabils.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×