Formenn og foringjar Jón Kaldal skrifar 17. september 2009 06:00 Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Markaðsrannsóknafyrirtækið MMR birti í gær athyglisverðar niðurstöður úr skoðanakönnun á því hversu mikið traust þjóðin ber til forystumanna stjórnmálaflokkanna. Slíkar kannanir á trausti og vinsældum einstaka stjórnmálamanna þegar langt er til kosninga eru auðvitað fyrst og fremst ákveðin gerð af dægrastyttingu. Raunverulegt mat á frammistöðu manna kemur í ljós þegar kjörkassar eru opnaðir, sem verður tæplega á næstunni. Það sem gerir könnun MMR sérstaklega fróðlega er tímasetningin. Hún er gerð beint í kjölfar einhverra mestu átaka í stjórnmálasögu lýðveldisins og er fyrir vikið viss punktmæling á frammistöðu forystumanna flokkanna í þeim atgangi öllum. Útkoman er misuppörvandi fyrir flokksformennina og er reyndar beinlínis slæm fyrir alla nema einn. Er það þó sá sem mestur eldur hefur brunnið á undanfarna mánuði. Á sama tíma og traust annarra dalar stendur Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra óhaggaður, líkt og hann gerði í allt sumar. Uppskeran er sú að hann nýtur nú mest trausts meðal þjóðarinnar af öllum flokksformönnunum. Þessu til viðbótar er Steingrímur líka sterkastur á heimavelli, því hann nýtur meiri stuðnings í eigin flokki en aðrir forystumenn í sínum flokkum. Samkvæmt könnun MMR nýtur hann trausts 93,2 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa VG. Aðeins einn formaður kemst nálægt Steingrími í þeim efnum og það er Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, með 82,9 prósent meðal sinna flokksmanna. Ýmsir hávaðaseggir hafa veist að Steingrími með brigslum um svik við hugsjónir VG. Sá mikli stuðningur sem hann fær innan úr eigin röðum sýnir þó að sú gagnrýni hefur að mestu misst marks. Þar á bæ virðist fólk almennt átta sig á því að það getur verið ákveðin hugsjón í því að velja sér það stjórnarsamstarf þar sem líklegast er að stefnumálin komist í framkvæmd, gegn vissum málamiðlunum, fremur en að dæma sig til áhrifaleysis með einstrengingshætti. Þetta er þó ekki einhlítt innan VG. Ögmundur Jónasson hefur verið í forystu fyrir andstæð sjónarmið. Niðurstaða könnunar MMR hlýtur að verða honum tilefni til að hugsa sinn gang. Og könnunin er örugglega fleirum íhugunarefni. Þar á meðal Jóhönnu Sigurðardóttur því traustið á henni snarfellur frá fyrri slíkum mælingum. Má það örugglega meðal annars rekja til þess að forsætisráðherra hefur ekki sinnt því hlutverki sínu að eiga í samræðum við fólkið í landinu. Vissulega birtist Jóhanna reglulega í fréttum og segir nokkur orð um þau mál sem eru á dagskrá hverju sinni en meira þarf að koma til en það. Mestar áhyggjur hljóta þó formenn og flokksmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að hafa. Þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson eiga greinilega langt í land með að fylkja sínu liði að baki sér. Bjarni nýtur aðeins trausts 60 prósent flokksmanna sinna og traust Sigmundar meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins er 67 prósent. Það er auðvitað sitthvað að vera formaður og foringi. Og menn eru ekki það fyrra lengi nema þeir séu líka það seinna.
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun