Viðskipti erlent

Markaðir réttu sig við í Bandaríkjunum

Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum réttu sig við eftir fall eftir að markaðir opnuðu. Hlutabréfamarkaður tók dýfu eftir að atvinnuleysistölur voru birtar í dag þrátt fyrir almennt ágætar niðurstöður um eins prósents veltuaukningu í smásölugeiranum á milli mánaða í janúar. Atvinnuleysi hefur ekki mælst meira vestanhafs í sextán ár.

Nasdaq-vísitalan hækkaði um 11,21 stig eða 0,73%. Vísitala S&P hækkaði um 1,45 stig eða 0,17%.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×