Innlent

Björguðu ökumönnum og farþegum af Holtavörðuheiði

Ekkert ferðaveður var á Holtavörðuheiði í gær og í nótt og var henni lokað um tíma. Björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Borgarfirði og í Húnavatnssýslu stóðu í ströngu við að aðstoða ökumenn á heiðinni en þar var hálka og lítið skyggni.

Björgunarsveitarmenn komu ökumönnum og farþegum átján bíla og einnar rútu til aðstoðar en í bílunum voru um sextíu manns og þar af nokkur kornabörn. Flest ökutækin höfðu hafnað utanvegar eða vél þeirra stöðvast. Búið er að opna heiðina aftur fyrir umferð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×