Innlent

Stelpuslagur á Selfossi

Nítján ára stúlka hefur verið ákærð fyrir líkamsárás fyrir utan 800 Bar á Selfossi í október á síðasta ári. Þá reif hún í hár kynsystur sinnar þannig að hún féll í götuna. Stúlkan lét ekki staðar numið þar heldur sparkaði í hana þar sem hún lá í götunni, með þeim afleiðingum að sú síðarnefnda hruflaðist á báðum fótum við hné og á framanverðum fótleggjum og skarst á hægri fæti fyrir neðan hnéskel þannig að sauma þurfti 10 spor.

Þess er krafist að stúlkan verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Einnig gerir lögmaður fórnarlambsins kröfu um rúmar 400.000 krónur í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×