Gunnleifur: Þetta kemur á endanum en getur tekið smá tíma Ómar Þorgeirsson skrifar 22. júlí 2009 07:00 Gunnleifur Gunnleifsson. Mynd/Vilhelm Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira
Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson er nú staddur í Noregi þar sem hann er við æfingar hjá Lilleström. Gunnleifur hafði farið á tvær æfingar með norska félaginu þegar Vísir tók stöðuna á honum í gær. „Ég er náttúrulega bara nýkominn til félagsins en þetta hefur bara gengið fínt og þetta er rosalega flott allt hjá þeim. Ég veit í raun og veru mjög lítið um framhaldið. Forráðamenn Lilleström stjórna þessu alveg og ég sé bara til hvernig þetta verður og held bara mínu striki eins og alltaf. Maður veit annars aldrei í þessu, hvernig þetta fer allt saman en ég er bara rólegur," segir Gunnleifur sem viðurkennir jafnframt að fleiri félög frá Noregi hafi sýnt sér áhuga. Gunnleifur er, eins og staðan er í dag, leikmaður HK og ætti að vera leikfær með Kópavogsliðinu í 1. deildinni en málið er örlítið flóknara en það. Markvörðurinn snjalli lék sem kunnugt er á láni hjá FC Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð en félagið hefur verið afar óliðlegt í að skrifa undir félagsskipti Gunnleifs aftur yfir í HK og hefur allt á hornum sér. Þess má geta að Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson lék einnig þar og á við svipað vandamál að stríða við forráðamenn FC Vaduz eftir að félagið féll um deild. „Forráðamenn FC Vaduz eru búnir að vera með ótrúleg leiðindi. Ég var náttúrulega bara lánsmaður hjá þeim en þegar ég er að fara fram á að þeir sendi mér pappíra til þess að ég geti fengið leikheimild aftur með HK þá fæ ég bara senda reikninga sem þeir telja sig eiga inni hjá mér. Þar er til að mynda lækniskostnaður fyrir sjálfan mig upp á einhverjar 40 þúsund krónur eftir að ég meiddist í landsleiknum gegn Skotum og fleira í þeim dúr. Svona eru bara sumir og maður verður bara að eiga við það. Umboðsmaður minn og lögfræðingur eru að vinna í þessum málum og KSÍ er einnig búið að reyna að hjálpa mér. Þetta kemur á endanum en getur tekið einhvern smá tíma," segir Gunnleifur vongóður.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Enski boltinn Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Hvernig svara Íslandsmeistararnir? Í beinni: Arsenal - Crystal Palace | Palace getur tryggt Liverpool titilinn Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Arnar vann stórmót í Svíþjóð: Búinn að vinna mikið með andlegu hliðina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Hörður undir feldinn Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sjá meira