Innlent

Boðið upp á ókeypis tannlækningar

Barnafjölskyldum sem búa við kröpp kjör er í dag boðið upp á fría tannlæknaþjónustu í Læknagarði. Það eru Tannlæknafélag Íslands og Tannlæknadeild Háskóla Íslands sem bjóða upp á þjónustuna en hún er fyrir börn og unglinga undir átján ára aldri.

Þetta er í þriðja sinn sem þessir aðilar bjóða upp á fría tannlæknaþjónustu en síðast þegar það var gert í apríl fengu yfir sextíu börn aðstoð. Opið er í Læknagarði á milli tíu og eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×