Viðskipti innlent

Enn hækkar Straumur

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi hafa haldið áfram að hækka í dag, annan daginn í röð. Hækkunin nú nemur 7,08 prósentum og er jafnframt eina hækkun dagsins. Gengi bréfa í fjárfestingabankanum hrundi um rúm 26 prósent á föstudag og fór til skamms tíma undir krónu á hlut.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, fallið um 5,2 prósent og Marel Food Systems um 2,07 prósent. Gengi bréfa í Bakkavör hefur lækkað um 0,53 prósent og Össurar um 0,21 prósent.

Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 0,2 prósent og stendur í 336 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×