Enski boltinn

Aquilani: Villa-leikurinn skiptir öllu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er afar áhugaverður leikur á dagskránni í enska boltanum í kvöld er Liverpool og Aston Villa mætast. Liverpool er fimm stigum á eftir Villa og þarf því sárlega á sigri að halda.

Ítalinn Alberto Aquilani spilaði nánast allan leikinn fyrir Liverpool gegn Úlfunum og hann fær líklega aftur tækifæri í kvöld.

„Ég naut þess virkilega að spila og það var mikilvægt fyrir mig enda þarf ég að komast í betri leikæfingu," sagði Aquilani sem segir leikinn í kvöld skipta afar miklu.

„Þetta er afar mikilvægur leikur fyrir okkur á þessu tímabili. Okkur líður samt vel og við verðum að vinna í kvöld," sagði Ítalinn.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×