Innlent

Kosningadagurinn fer vel af stað

Tvöhundruð tuttugu og átta þúsund manns eru á kjörskrá fyrir Alþingiskosningarnar í dag. Kjörsókn hefur verið með ágætum það sem af er degi.

Kjörstaðir voru opnaður klukkan 9:00 í morgun og verða opnir til klukkan 22:00 í kvöld. Kosið er í sex kjördæmum, þremur á landsbyggðinni og þremur á höfuðborgarsvæðinu. Í Reykjavík er kosið á 14 stöðum og er hægt að nálgast upplýsingar um hvar á að kjósa í dagblöðum og á vef Reykjavíkurborgar. Upplýsingar um hvar er hægt að kjósa á landsbyggðinni má finna á vefnum kosning.is.

Kjósendur á kjörskrá eru rétt um 228 þúsund og er það um 3% aukning frá árinu 2007. Ástráður Haraldsson, formaður landskjörstjórnar, segir að kosningardagurinn fari vel af stað.

 

„Kjörsókn virðist hafa verið nokkuð góð. Við höfum verið að gera mönnum kleift að komast á kjörstað á norðurlandi vestra, þar hefur færð verið þung og við höfum þurft að ryðja. Annars virðist þetta ætla að ganga vel."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×