Umfjöllun: Akureyri hélt haus gegn Val og vann verðskuldaðan sigur Hjalti Þór Hreinsson skrifar 3. desember 2009 20:49 Heimir Örn skoraði fimm mörk í sex skotum. Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir. Olís-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira
Akureyri vann góðan 29-25 sigur á Val í N-1 deild karla í handbolta í kvöld. Akureyri hefur þar með unnið fimm leiki í röð og er komið upp að hlið Vals á toppi deildarinnar. Bæði lið voru afar lengi að koma sér í gírinn. Nánar tiltekið um 20 mínútur. Sóknarmistök, feilsendingar, slök markvarsla hjá Akureyri og léleg sókn hjá Val, voru meðal þess sem sáust í Höllinni. Hafþór Einarsson, markmaður Akureyrar, tók svo við sér á meðan Hlynur Morthens kollegi hans hjá Val slakaði á. Þá komst Akureyri yfir í fyrsta sinn, í 9-8, og leiddi út hálfleikinn. Liðið komst mest þremur mörkum yfir, 16-13, en staðan í hálfleik var 16-14. Valsmenn fengu alls sex vítaköst í fyrri hálfleik og nýttu þau öll. Ernir Hrafn Arnarson Valsmaður skoraði aðeins eitt mark í heilum níu skotum í fyrri hálfleik. Valsmenn jöfnuðu leikinn í 18-18 eftir tíu mínútur en þá sigldi Akureyri fram úr. Inn á kom Hörður Flóki Ólafsson í markið og hann varði átta skot og átti þrjár stoðsendingar á stuttum tíma. Góð vörn og markvarsla lagði grunninn að fimm marka forystu Akureyrar, þegar staðan var 25-20 voru aðeins tíu mínútur til leiksloka. En eins og svo oft áður á það ekki við Akureyri að halda forystu og enn og aftur gerðu þeir leikinn sinn spennandi, án þess að þurfa það. Valsmenn minnkuðu muninn jafnt og þétt og gátu jafnað í 26-26 þegar Hörður varði og Jónatan Magnússon skoraði lykilmark, Akureyri þar með komið tveimur mörkum yfir og aðeins tvær og hálf eftir. Akureyri hélt haus og kláraði leikinn, unnu að lokum örugglega. Lokatölur 29-25. Áhorfendur í Höllinni í kvöld voru vel stemmdir og um 1000 talsins. Hjá heimamönnum dró Jónatan vagninn í fyrri hálfleik og hinn geðþekki bankastarfsmaður reif áhorfendur með liðinu þegar á móti blés. Heimir Örn var góður og Guðlaugur líka. Innkoma Flóka var góð. Hjá Val skutu Ernir og Elvar samtals 32 sinnum á markið og skoruðu þeir 9 mörk. Hlynur varði sæmilega í markinu en hann náði sér aldrei almennilega á strik, mörg skotanna sem hann varði voru slök skylduskot Akureyringa. Vörn Vals var ekki góð og sóknarleikurinn oft á tíðum tilviljunarkenndur og klaufalegur. Liðið fékk til að mynda fjórum sinnum dæmda á sig línu í seinni hálfleik. Akureyringar mega vel við una eftir sigurinn sem kom þeim upp að hlið Vals á toppi deildarinnar.Tölfræði leiksins:Akureyri-Valur 29-25 (16-14)Mörk Akureyrar (skot): Jónatan Magnússon 7 (16), Oddur Grétarsson 6 (9), Heimir Örn Árnason 5 (6), Árni Þór Sigtryggsson 4 (9), Guðlaugur Arnarsson 3 (3), Heiðar Þór Aðalsteinsson 2 (4), Andri Snær Stefánsson 1 (1), Hörður F. Sigþórsson 1 (2).Varin skot: Hörður Flóki Ólafsson 8 (16) 50%, Hafþór Einarsson 10 (28) 36%.Hraðaupphlaup: 6 (Oddur 3, Heimir, Andri, Guðlaugur).Fiskuð víti: 2 (Jónatan, Heimir).Utan vallar: 14 mín.Mörk Vals: Arnór Þór Gunnarsson 8/5 (10), Ernir Hrafn Arnarson 5 (18), Elvar Friðriksson 4/1 (14), Gunnar Ingi Jóhannsson 3 (6), Sigfús Páll Sigfússon 3 (3), Orri Freyr Gíslason 2 (2.Varin skot: Hlynur Morthens 16 () 36%, Friðrik Sigmarsson 0 (2) 0%.Hraðaupphlaup: 1 (Gunnar,).Fiskuð víti: 6 (Ingvar 3, Arnór, Ernir, Orri F.).Utan vallar: 6 mín.Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson. Ágætir.
Olís-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ Enski boltinn „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Sjá meira