Viðskipti erlent

Hlutabréf í írskum bönkum í frjálsu falli í morgun

Hlutabréf í írskum bönkum hafa verið í frjálsu falli í morgun eftir að stjórn landsins þjóðnýtti Anglo Irish bank. Þetta kemur fram á Blomberg-fréttaveitunni.

Öll viðskipti með hluti í Anglo Irish Bank voru stöðvuð áður en kauphölln í Dublin opnaði nú fyrir stundu.

Hlutir í Allied Irish Bank hafa fallið um 13% á fyrsta klukkutímanum, hlutir í Bank of Ireland hafa fallið um 13,3% og í Irish Life & Permanent um 5,5%.

Tveir fyrstnefndu bankarnir hafa fengið loforð frá stjórnvöldum um innspýtingu á nýju fjármagni að upphæð einn milljarður evra eða um 170 milljarða kr.. en ekki stendur til að veita hinum síðastnefnda aðstoð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×