Umfjöllun: Frumsýning N1-deildarinnar fær þrjár hauskúpur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2009 21:34 Einar Örn Jónsson undirbýr skot að marki í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum. Olís-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Sjá meira
Opnunarleikur N1-deildar karla í Mýrinni í kvöld var skelfileg auglýsing fyrir íslenskan handbolta. Boðið var upp á svo lélegan handbolta að það var átakanlegt að fylgjast með. Lokatölurnar 16-17 fyrir Hauka gegn Stjörnunni segir meira en mörg orð. Svona tölur sjást ekki lengur í nútímahandbolta og þykja ekki mikið meira en fínar hálfleikstölur. Staðreynd málsins var aftur á móti sú að bæði liðin voru hræðilega léleg og litu út fyrir að hafa sleppt undirbúningstímabilinu í heild sinni. Sóknarleikurinn var þó skelfilegastur og það hjá báðum liðum. Hann var pínlegur á að horfa. Markverðirnir voru fyrir vikið í essinu sínu. Birkir Ívar náði til að mynda þeim magnaða árangri að vera með 63 prósenta markvörslu þrátt fyrir að hafa spilað í 60 mínútur. Það er lygilegt og maður hefði trúað slíkri tölfræði ef hann væri að spila gegn 5. flokki einhvers félags en svo var víst ekki. Hvað leikinn snertir þá voru Haukar alltaf skrefinu á undan. Roland Eradze hélt Stjörnunni þó ávallt í seilingarfjarlægð með fínni markvörslu. Haukar voru svo miklir klaufar undir lokin og hleyptu Stjörnunni inn í leikinn. Vilhjálmur Halldórsson minnkaði muninn í eitt mark þegar mínúta lifði leiks. Haukar misstu svo boltann þegar hálf mínúta var eftir. Lokasókn Stjörnunnar var skelfilega útfærð eins og flestar sóknir beggja liða allan leikinn. Stjörnumenn komust ekki í álitlegt skotfæri en fengu þó aukakast er leiktíminn var liðinn. Hann kom skotinu á markið en Birkir Ívar varði það eins og flest annað í kvöld. Íslandsmeistararnir sluppu því með skrekkinn en með álíka spilamennsku verða þeir í neðri hluta deildarinnar. Stjörnumenn spiluðu ekki vel en hugga sig við að hafa staðið í meisturunum og ekki verið flengdir. Það er eitthvað til að byggja á fyrir ungt og óreynt lið. Frumsýningarleikur N1-deildarinnar fær algjöra falleinkunn og vonandi þarf ég aldrei aftur að horfa á svona hörmulegan handbolta í deildinni. Við skulum vona að fall sé faraheill. Stjarnan-Haukar 16-17 (8-10) Mörk Stjörnunnar (skot): Þórólfur Nielsen 5/2 (12/4), Vilhjálmur Halldórsson 4/2 (14/2), Jón Arnar Jónsson 3 (6), Sverrir Eyjólfsson 2 (4), Kristján Svan Kristjánsson 1 (3), Eyþór Magnússon 1 (5).Varin skot: Roland Valur Eradze 17/2 (32/5) 53%, Viktor Alex Ragnarsson 3/1 (5/1) 60%.Hraðaupphlaup: 2 (Kristján, Jón).Fiskuð víti: 6 (Sverrir 3, Daníel, Guðmundur, Þórólfur).Utan vallar: 12 mín. Mörk Hauka (skot): Elías Már Halldórsson 3 (4/1), Einar Örn Jónsson 3/1 (5/2), Sigurbergur Sveinsson 3/2 (10/3), Freyr Brynjarsson 2 (5), Pétur Pálsson 2 (2), Tjörvi Þorgeirsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Björgvin Hólmgeirsson 1 (7), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (3).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 27/2 (43/6) 63%.Hraðaupphlaup: 5 (Pétur 2, Freyr, Elías, Einar).Fiskuð víti: 6 (Sigurbergur 2, Heimir Óli 2, Pétur, Einar).Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson, góðir en nokkuð hliðhollir Haukum.
Olís-deild karla Mest lesið Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Handbolti Mega hætta á Facebook og bjóða sig fram Körfubolti Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Handbolti Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Passar inn í framtíðarsýn og menningu Dallas að losa sig við Luka Körfubolti Fleiri fréttir Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Sjá meira