Parketið bíður 20. apríl 2009 16:45 "Það er bara skítaveður úti. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af," sagði Sigurður Eggertsson hjá Val þegar Vísir spurði hann út í leikinn gegn HK í úrslitakeppninni í kvöld. Valsmenn geta tryggt sér sæti í úrslitarimmu N1 deildarinnar með sigri í Digranesi í kvöld eftir nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda, þar sem sigur Vals var raunar aldrei í hættu. "Nei, mér fannst sigur okkar aldrei í hættu í þeim leik, en á móti kemur að sigur þeirra var aldrei í hættu í leiknum þar á undan. Við vorum flottir í síðasta leik og vona að við verðum það aftur í kvöld. Við erum ekkert spes sóknarlið en þegar við erum með flotta vörn og markvörslu erum við góðir," sagði Sigurður. Ólafur Haukur Gíslason átti stórleik í marki Vals í fyrsta leiknum og Sigurður vill fá hann í landsliðið. "Ólafur er yfirburðamarkvörður í þessari deild og það er skandall að þjálfarinn okkar velji hann ekki í landsliðið sitt," sagði Sigurður í léttum dúr og vísaði til þess að Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann segir mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta einbeitt til leiks í Kópavoginn í kvöld. "Það skiptir miklu að hausinn sé í lagi, því það er stundum tíu marka sveifla milli leikja þessara liða og það er bara hausinn. Þetta eru jú sömu leikmenn sem eru að spila." Við spurðum Sigurð að lokum hversu mikilvægt það væri fyrir Valsmenn og hann sjálfan að klára einvígið í Digranesi í kvöld. "Mér finnst það voðalega mikilvægt af því ég þarf að klára að leggja parket á íbúðina mína og það er voðalega leiðinlegt að gera það í einhverju stressi. Ég hef líka gott af því að fá smá hvíld af því ég er svo slæmur í skrokknum," sagði Sigurður léttur í bragði. Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Sjá meira
"Það er bara skítaveður úti. Það er það eina sem ég hef áhyggjur af," sagði Sigurður Eggertsson hjá Val þegar Vísir spurði hann út í leikinn gegn HK í úrslitakeppninni í kvöld. Valsmenn geta tryggt sér sæti í úrslitarimmu N1 deildarinnar með sigri í Digranesi í kvöld eftir nokkuð öruggan sigur í fyrsta leiknum á Hlíðarenda, þar sem sigur Vals var raunar aldrei í hættu. "Nei, mér fannst sigur okkar aldrei í hættu í þeim leik, en á móti kemur að sigur þeirra var aldrei í hættu í leiknum þar á undan. Við vorum flottir í síðasta leik og vona að við verðum það aftur í kvöld. Við erum ekkert spes sóknarlið en þegar við erum með flotta vörn og markvörslu erum við góðir," sagði Sigurður. Ólafur Haukur Gíslason átti stórleik í marki Vals í fyrsta leiknum og Sigurður vill fá hann í landsliðið. "Ólafur er yfirburðamarkvörður í þessari deild og það er skandall að þjálfarinn okkar velji hann ekki í landsliðið sitt," sagði Sigurður í léttum dúr og vísaði til þess að Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals er aðstoðarlandsliðsþjálfari. Hann segir mikilvægt fyrir Valsliðið að mæta einbeitt til leiks í Kópavoginn í kvöld. "Það skiptir miklu að hausinn sé í lagi, því það er stundum tíu marka sveifla milli leikja þessara liða og það er bara hausinn. Þetta eru jú sömu leikmenn sem eru að spila." Við spurðum Sigurð að lokum hversu mikilvægt það væri fyrir Valsmenn og hann sjálfan að klára einvígið í Digranesi í kvöld. "Mér finnst það voðalega mikilvægt af því ég þarf að klára að leggja parket á íbúðina mína og það er voðalega leiðinlegt að gera það í einhverju stressi. Ég hef líka gott af því að fá smá hvíld af því ég er svo slæmur í skrokknum," sagði Sigurður léttur í bragði.
Olís-deild karla Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Sjá meira