Innlent

Þrýstingur á Seðlabankann

fundur Fulltrúar ríkisstjórnar og aðilar vinnumarkaðarins fóru yfir framkvæmd stöðugleikasáttmálans sem gerður var í sumar.fréttablaðið/stefán
fundur Fulltrúar ríkisstjórnar og aðilar vinnumarkaðarins fóru yfir framkvæmd stöðugleikasáttmálans sem gerður var í sumar.fréttablaðið/stefán
„Það standa öll spjót á Seðlabankanum. En ég á ekki von á öðru en að tekin verði skynsamleg ákvörðun í þessu máli,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins (SA) funduðu með fulltrúum ríkisstjórnarinnar í ráðherrabústaðnum í gær. Vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans er í dag.

Stöðugleikasáttmálinn sem undirritaður var í sumar gerði ráð fyrir að stýrivextir yrðu komnir niður í eins stafs prósentutölu hinn 1. nóvember. Stýrivextirnir eru tólf prósent í dag. Næsti vaxtaákvarðanadagur bankans er 5. nóvember.

„Framkvæmd sáttmálans hefur ekki gengið eftir með þeim hætti sem búist var við,“ segir Gylfi Arnbjörnsson.- kg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×