Viðskipti innlent

Kröfulisti Landsbankans: Hjartveikir, blindir og öryrkjar vilja tugmilljónir

Styrktarsjóðir hjartasjúklinga og hjartveikra barna, Blindrafélagið og Öryrkjabandalagið eru meðal félaga sem gera tugmilljóna kröfur í þrotabú Landsbankans samkvæmt kröfulista bankans. Hjartveik börn, sem eru í dómsmáli við bankann, krefjast 47 milljóna.

Blindrafélagið vill fá rúmar 25 milljónir, Heimsfriðarsamtök fjölskyldna rúmar tuttugu, Hjálparsjóður æskufólks vill fá rúmar 34 milljónir, Öryrkjabandalagið vill fá sautján milljónir, Styrktarsjóður hjartsjúklinga krefst rúmra sex milljóna og Kristniboðsfélag kvenna krefur bankann um 4,6 milljónir.

Auk þess krefur Minningarsjóður Margrétar Björgólfs, sem Björgólfur Guðmundsson stofnaði, bankann um rétt rúmar 13 milljónir. Eins og greint frá fyrir skömmu var sá sjóður fjármagnaður með láni frá Landsbankanum, láni sem nú er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu.










Tengdar fréttir

Yfir 12 þúsund kröfur í þrotabú Landsbankans

Bretar og Hollendingar fyrir hönd 350 þúsund innistæðueigenda gera rúmlega tólf hundruð milljarða króna kröfu í þrotabú Landsbankans. Sex hundruð starfsmenn gamla bankans gera launakröfur upp á hátt í fimm milljarða.

Kröfulisti Landsbankans: Heildarkröfur rúmir 6.000 milljarðar

Lýstar kröfur í þrotabú Landsbankans nema 6.459 milljörðum króna. Af heildarkröfum nema samþykktar forgangskröfur 1.273 milljörðum. Heildarforgangskröfur nema 2.857 milljörðum, en ekki er enn búið að taka afstöðu til allra launakrafna.

Kröfulisti Landsbankans: Glitnir með 90 milljarða kröfu

Glitnir gerir kröfur upp á rúmlega 90 milljarða kr. í þrotabú Landsbankans. Þetta kemur fram í kröfulista Landsbankans. Raunar gera flestar lánastofnanir sem og opinberar stofnanir háar kröfur í þrotabúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×