Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 Framtíðarsýn sparisjóðanna kynnt. Gísli Jafetsson og Guðjón Guðmundsson segja mikilvægt að tryggja tilvist sparisjóða landsins. Mynd/GVA „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið. Markaðir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira