Innlent

Hefur áhyggjur af stöðu námsmanna

Birkir J. Jónsson segir það grafalvarlegt mál að 50 - 100 manns hafi misst vinnuna á hverjum degi undanfarna mánuði og að 18 þúsund manns séu atvinnulausir. Hann sagð iað það ættu að vera sjálfsögð mannréttindi að fólk hefði atvinnu. Þá sagði Birkir við eldhúsdagskrár umræður í kvöld að tugþúsundir íslenskra heimila muni keyra í þrot sökum hækkandi skulda og lækkandi tekna. Róttækra aðgerða væri þörf til að koma til móts við vanda heimila. Það væri röng aðferðafræði að hjálap fjölskyldum eftir að þau væru komin í þrot, en framsóknarmönnum sýnist þetta vera aðferðafræðin sem stjórnvöld vilji fara. Þá lýsti Birkir áhyggjum sínum af því að þrettán þúsund námsmenn stæðu frammi fyrir atvinnuleysi í sumar. Nýsköpunarsjóður námsmanna þyrfti að gera meira til að koma til móts við þetta fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×