Enski boltinn

Ferguson spáir enskum yfirráðum í Meistaradeildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sir Alex Fergson.
Sir Alex Fergson. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United reiknar fastlega með því að ensku félögin fjögur sem taka þátt í Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili eigi eftir að ná góðum árangri líkt og síðustu ár.

En síðustu þrjú keppnistímabil hafa þrjú ensk félög verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og Ferguson á ekki von á breytingum hvað það varðar.

„Síðustu ár hafa ensku félögin staðið sig frábærlega í keppninni og jafnan verið í undanúrslitum og úrslitum keppninnar og það sýnir styrk ensku úrvalsdeildarinnar.

Fólk talar nú um Barcelona og Real Madrid en ég hef mínar efasemdir og tel að ensku félögin eigi eftir að vera áberandi í undanúrslitunum aftur á þessu keppnistímabili," sagði Ferguson í viðtölum eftir að dregið var í riðla í Meistaradeildinni í gær.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×