Sport

Ragnheiður syndir fyrsta sprettinn í sögulegu sundi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnheiður Ragnarsdóttir syndir fyrst af íslensku stelpunum.
Ragnheiður Ragnarsdóttir syndir fyrst af íslensku stelpunum. Mynd/Anton
Ragnheiður Ragnarsdóttir mun synda fyrsta sprettinn þegar íslenska kvennalandsliðssveitin syndi í úrslitum á 4 x 40 metra skriðsundsboðssundi. Þrettán landssveitir voru skráðar til leiks en nú hafa þrjár dregið skráningar sínar til baka því var óþarfi að synda undanrásirnar í fyrramálið. Þetta er örugglega í fyrsta sinn í sögunni sem íslensk kvennasveit syndir í úrslitum á Evrópumeistaramóti í sundi.

„Stelpurnar voru heldur betur kátar með þetta þó svo þær hefðu verið staðráðnar í því að komast í úrslitin. Nú fá þær að synda öruggt sund seinnipartinn í beinni útsendingu á Eurosport og fleiri stöðva um alla Evrópu. Þær vilja ekkert gefa upp um taktík eða væntingar en ef besti tími þeirra í 50m skriði er lagður saman þá blasir við Íslandsmet. Við skulum vona að allt gangi upp og óskum EM stelpunum okkar góðs gengis," segir á heimasíðu sundsambandsins.

Það er eins og áður sagði búið að ákveða í hvaða röð stelpurnar synda í þessu sögulega sundi. Ragnheiður Ragnarsdóttir (KR) stingur sér fyrst, Ingibjörg Kristín Jónsdóttir (SH) syndir annan sprett, Hrafnhildur Lútersdóttir (SH) syndir þriðja sprettinn og það er síðan Inga Elín Cryer (ÍA) sem klárar sundið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×