Viðskipti innlent

Tæplega 8.700 kröfum lýst í þrotabú Glitnis

Allir sem sátu í framkvæmdastjórn Glitnis, fram að gjaldþroti bankans fyrir rúmu ári, gera kröfur í þrotabú hans en tæplega 8.700 kröfum var lýst í búið, samkvæmt tilkynningu frá Slitastjórn Glitnis í gærkvöldi. Heildarupphæðin nemur rösklega 3.400 milljörðum króna.

Stærstu kröfuhafar eru erlendar fjármálastofnanir og aðrir skuldabréfaeigendur. Kröfulistinn er birtur á lokuðu vefsvæði sem kröfuhafar hafa aðgang að. Slitastjón hefur ákveðið að hafna launakröfum fyrrverandi framkvæmdastjórnar Glitnis og kröfum um kaupauka og bónusa.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×