Ögmundur fann til áhrifa - mun ekki biðja Alþingi afsökunar 18. desember 2009 21:35 Ögmundur Jónasson. „Ég drakk vín með mat," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, en Kastljós greindi frá því að hann hefði beðist undan viðtali vegna þess að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Við þessu gengst Ögmundur en tekur fram að hann hafi ekki verið mjög ölvaður. Hann hafði borðað fyrr um daginn og fengið sér vín með matnum. Hann fann til áhrifa og ákvað að fara ekki í viðtal við Kastljósið af prinsipp ástæðum. Spurður hvort það hafi legið fyrir að gengið yrði til atkvæða áður en hann fékk sér áfengi sagði Ögmundur að það geti alltaf komið upp á. Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: „Það verður hver og einn að dæma um það." Ögmundur segir að það sé hinsvegar vont að þetta mál gefi ranga mynd af störfum sínum. „Þetta gefur brenglaða mynd af þeim." Hann áréttar hinsvegar að hann fari aldrei ölvaður í púlt og hafi aldrei gert en annar þingmaður, Sigmundur Erni Rúnarsson, varð uppvís af því í lok ágúst síðastliðinn og baðst afsökunar á því. Þegar Ögmundur er spurður hvort atvikið gefi tilefni til þess að hann biðjist afsökunar á Alþingi líkt og Sigmundur Ernir, segist hann ekki telja svo. Þess má geta að forseti Alþingis sagði þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér þegar málið varðandi Sigmund kom upp. Hann var ekki ávíttur vegna þessa. Að lokum var Ögmundur spurður hvort það sé lenska að þingmenn komi til starfa eftir að hafa bragðað áfengi, segir Ögmundur: „Þetta tíðkast ekki á þessum vinnustað frekar en öðrum." Tengdar fréttir Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40 Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
„Ég drakk vín með mat," segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, en Kastljós greindi frá því að hann hefði beðist undan viðtali vegna þess að hann hefði verið undir áhrifum áfengis. Við þessu gengst Ögmundur en tekur fram að hann hafi ekki verið mjög ölvaður. Hann hafði borðað fyrr um daginn og fengið sér vín með matnum. Hann fann til áhrifa og ákvað að fara ekki í viðtal við Kastljósið af prinsipp ástæðum. Spurður hvort það hafi legið fyrir að gengið yrði til atkvæða áður en hann fékk sér áfengi sagði Ögmundur að það geti alltaf komið upp á. Aðspurður hvort það sé lítilsvirða við Alþingi að mæta þangað drukkinn segir Ögmundur: „Það verður hver og einn að dæma um það." Ögmundur segir að það sé hinsvegar vont að þetta mál gefi ranga mynd af störfum sínum. „Þetta gefur brenglaða mynd af þeim." Hann áréttar hinsvegar að hann fari aldrei ölvaður í púlt og hafi aldrei gert en annar þingmaður, Sigmundur Erni Rúnarsson, varð uppvís af því í lok ágúst síðastliðinn og baðst afsökunar á því. Þegar Ögmundur er spurður hvort atvikið gefi tilefni til þess að hann biðjist afsökunar á Alþingi líkt og Sigmundur Ernir, segist hann ekki telja svo. Þess má geta að forseti Alþingis sagði þingmenn bera ábyrgð á sjálfum sér þegar málið varðandi Sigmund kom upp. Hann var ekki ávíttur vegna þessa. Að lokum var Ögmundur spurður hvort það sé lenska að þingmenn komi til starfa eftir að hafa bragðað áfengi, segir Ögmundur: „Þetta tíðkast ekki á þessum vinnustað frekar en öðrum."
Tengdar fréttir Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40 Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Sjá meira
Segja Ögmund hafa kosið undir áhrifum áfengis Ögmundur Jónasson var undir áhrifum áfengis þegar hann kaus á Alþingi í gær samkvæmt Kastljósi í kvöld. Ekki er ljóst hvaða mál hann var að kjósa um. Í frétt Kastljóss kom fram að Ögmundur hefði beðist undan viðtali þar sem hann hefði verið undir áhrifum. Fréttamaður Kastljóss hafði farið sjálfur niður á Alþingi þar sem hann fékk afsvar um viðtal í mynd. 18. desember 2009 19:40
Á að hafa kosið ölvaður um breytingar á fæðingarorlofi Meðal þeirra mála sem var kosið um á Alþingi í gær var frumvarp um breytingar á almannatryggingum sem varðar breytingar á fæðingarorlofi. Um það hefur verið deilt nokkuð og málið hlotið allnokkra athygli. Kastljós hélt því fram í kvöld að þingmaður Vinstri grænna, Ögmundur Jónasson, hafi verið ölvaður í þingsal þegar kosningar fóru fram. 18. desember 2009 20:52