Nelson Piquet: Briatore slátraði mér 3. ágúst 2009 17:24 Nelson Piquet er bílllaus eftir að Renault sendi honum uppsagnarbréf. Hann hóf keppni í kappakstri á kartbílum og verður trúlega að halda sér í æfingum á slíkum bíl á næstunni. mynd: kappakstur.is Brasilíumaðurinn Nelson Piquet hefur fengið uppsagnabréf frá Renault og er ekki sáttur við aðferðir Flavio Briatore. Briatore hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Piquet í fjölmiðlum frá því hann hóf að keppa með Renault í fyrra. Piquet sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni segir m.a.: "Ég fékk uppsagnabréf frá Renault og verð að segja að ég er þakklátur þeim innan liðsins sem studdu veru mína þar. Það eru vissulega vonbrigði að fá svona fréttir", sagði Piquet. "Að vissi leyti er það léttir að losna undan samningi, en þetta tímabil hefur verið það versta á mínum ferli. Ég vonast til að bæta stöðu mína og sanna að ég er sigurvegari á kappakstursbrautinni. Því miður stóðst ekki það sem mér hafði verið lofað að ég fengi sömu þjónustu hjá Renault og Fernando Alonso." "Briatore átti að vera minn umboðsmaður og sjá að ferli mínum farborða. Raunin hefur verið sú að hann slátraði mér sem ökumanni með Renault. En ég ætla endurheimta viðringu mína", sagði Piquet. Meira um málið Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nelson Piquet hefur fengið uppsagnabréf frá Renault og er ekki sáttur við aðferðir Flavio Briatore. Briatore hefur verið ófeiminn við að gagnrýna Piquet í fjölmiðlum frá því hann hóf að keppa með Renault í fyrra. Piquet sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Í henni segir m.a.: "Ég fékk uppsagnabréf frá Renault og verð að segja að ég er þakklátur þeim innan liðsins sem studdu veru mína þar. Það eru vissulega vonbrigði að fá svona fréttir", sagði Piquet. "Að vissi leyti er það léttir að losna undan samningi, en þetta tímabil hefur verið það versta á mínum ferli. Ég vonast til að bæta stöðu mína og sanna að ég er sigurvegari á kappakstursbrautinni. Því miður stóðst ekki það sem mér hafði verið lofað að ég fengi sömu þjónustu hjá Renault og Fernando Alonso." "Briatore átti að vera minn umboðsmaður og sjá að ferli mínum farborða. Raunin hefur verið sú að hann slátraði mér sem ökumanni með Renault. En ég ætla endurheimta viðringu mína", sagði Piquet. Meira um málið
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira