Fótbolti

Enn hitnar undir Burley

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Margir telja það með hreinum ólíkindum að George Burley sé enn í starfi hjá skoska knattspyrnusambandinu. Skoska landsliðið hefur nánast ekki gert neitt annað en að leggja Ísland síðan Burley tók við liðinu.

Í gær tapaði Skotland gegn Wales, 3-0, og var það tap nú ekki til þess að lækka í óánægjuröddunum. Stuðningsmenn Tartan Army söng grimmt eftir leikinn og vill losna við Burley.

„Þetta var einn af þessum dögum þar sem ég get nákvæmlega ekki séð neitt jákvætt við leik okkar," sagði Burley brúnaþungur eftir leikinn.

„Venjulega reynir maður að laga einhverja hluti í vináttulandsleikjum en þetta var bara engin frammistaða. Leikurinn er gríðarleg vonbrigði," sagði Burley en hvað fannst honum um gagnrýni áhorfenda?

„Ég er ekki hissa á þeirra viðbrögðum miðað við þennan leik frá okkur," sagði Burley og spurning hvort hann verður loksins rekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×