Öryggisafritun blómstrar í kreppu 18. febrúar 2009 00:01 Alexander Eiríksson Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. „Þetta er visst tækifæri fyrir okkur því þessi þjónusta, að vernda gögn yfir netið, er áskriftarþjónusta," segir Alexander. Þannig finnur SecurStore fyrir því erlendis að eftir því sem fjármögnunarmarkaðir hafa verið að lokast hafi áhugi aukist á lausnum á borð við þær frá SecurStore. „Okkar lausn kallar ekki á fjárfestingu í vél- og hugbúnaði heldur kemur þetta inn sem rekstur því fyrirtækin eru bara áskrifendur að þjónustunni hjá okkur." Þá segir Alexander að fyrirtækið hafi ekki fundið fyrir því að íslenskur uppruni þess hafi hamlað því í Bretlandi. „Okkur líkar alveg jafnvel þar fyrir og eftir stríð," gantast hann, en lögð hefur verið aukin áhersla á söluhlið starfseminnar. Því hafi fyrirtækið bætt við sig tveimur nýjum sölumönnum í desember síðastliðnum. „Við erum bara dæmdir af því sem við gerum." Alexander skýtur á að SecurStore sé nú með um 400 fyrirtæki í afritun í Evrópu, þar af um 200 í Bretlandi. „Markaðurinn er auðvitað risastór og vitanlega eru tækifæri úti um allt," segir hann og kveður frekari útrás í skoðun. Helst sé horft til Noregs og Beneluxlandanna til að byrja með. Markaðir Viðskipti Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því. „Þetta er visst tækifæri fyrir okkur því þessi þjónusta, að vernda gögn yfir netið, er áskriftarþjónusta," segir Alexander. Þannig finnur SecurStore fyrir því erlendis að eftir því sem fjármögnunarmarkaðir hafa verið að lokast hafi áhugi aukist á lausnum á borð við þær frá SecurStore. „Okkar lausn kallar ekki á fjárfestingu í vél- og hugbúnaði heldur kemur þetta inn sem rekstur því fyrirtækin eru bara áskrifendur að þjónustunni hjá okkur." Þá segir Alexander að fyrirtækið hafi ekki fundið fyrir því að íslenskur uppruni þess hafi hamlað því í Bretlandi. „Okkur líkar alveg jafnvel þar fyrir og eftir stríð," gantast hann, en lögð hefur verið aukin áhersla á söluhlið starfseminnar. Því hafi fyrirtækið bætt við sig tveimur nýjum sölumönnum í desember síðastliðnum. „Við erum bara dæmdir af því sem við gerum." Alexander skýtur á að SecurStore sé nú með um 400 fyrirtæki í afritun í Evrópu, þar af um 200 í Bretlandi. „Markaðurinn er auðvitað risastór og vitanlega eru tækifæri úti um allt," segir hann og kveður frekari útrás í skoðun. Helst sé horft til Noregs og Beneluxlandanna til að byrja með.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira