Innlent

Ríkisstjórnarflokkarnir fengju traustan meirihluta

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.

Ríkisstjórnarflokkarnir tveir fengju traustan meirihluta á þingi, ef kosið yrði nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar tvö, en fylgið hrynur af Framsóknarflokknum.

Samfylkingin mælist stærsti flokkkurinn með tæplega 32 prósenta fylgi og 21 þingmann, Sjálfstæðisflokkurinn fær rúm 29 prósent og 20 þingmenn, Vinstri grænir mælast með tæplega 26 prósenta fylgi og fengju 17 þingmenn, en Framsóknarflokkurinn fær aðeins sjö og hálft prósent og fimm þingmenn.

Önnur framboð fá langt innan við fimm prósenta fylgi. Samkvæmt þessum niðurstöðum fengju ríkisstjórnarflokkarnir samtals 38 þingmenn og öruggan meirihluta. Þeir myndu bæta við sig ellefu þingsætum frá síðustu kosningum.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×